7.12.02

það held ég klukkan að renna í 20:00 hér í Kolding Danmörku, á þessum drottins dýrðardegi, 7. desember árið 2002, 41 ári eftir árásina á Pearl Harbour, og 21 ári eftir að lítill tittur kom í heiminn í brjáluðu veðri á sjúkrahúsi á Ísafirði, það var víst ég! Ég man það eins og það hefði gerst í gær, Pabbi kom og sótti okkur mömmu á sjúkrahúsið fyrir 21 ári, á brúnu lödunni sinni... HA, ÁTTIRÐU BRÚNA LÖDU PABBI!! ég frétti það bara í morgun hehehe...
Það er s.s. búið að vera þetta líka fína afmæliskaffi í dag, Gaui, Elli & Íris, og ég og Kolla vorum hér og borðuðum þessa líka frábæru skúffuköku (sem tjellingarnar bökuðu), muffins (sem Íris bakaði), Köku sem við keyptum í búðinni (sem Jens Mogelsen bakari bakaði) og drukkum mjólk, djús, kók, spræt, kakó ofl ofl, voða stuð, við voða feit!
Guðjón gaf mér helvíti flotta könnu, og hvað haldiði að það standi á Könnunni??? "THE BOSS" auðvita... múhahaha, hann gaf mér líka flösku af Bacardi Lemon, nú vantar bara pínu magic og kvöldinu er reddað:) Elli og Íris gáfu mér muffins, helvíti gott það, og hún Kolla mín gaf mér Rosaflotta peysu, og rakspíra... Jamm, við ætlum að fara að drífa okkur í partíið sem krakkarnir í bekknum halda fyrir mig, þarf víst að blása upp blöðrur og svoleiðis, endilega kíktu við í partí á Zahnsgade 20 (eitthvað svoleiðis)
svo bara... verðum við í bandi og skrifaðu nú endilega eitthvað hér á spjallið til hægri...

4.12.02

Jájájá, alltaf tekst mér að skrifa eitthvað þegar klukkan er orðin meira en 00:00 alveg ótrúlegt, jæja... Dagurinn í dag er búinn að vera frekar athafnalítill hjá mér. Bara eiginlega búinn að vera dunda mér í tölvunni, laga síðuna mína og líka hennar Kollu annars bara í fínum fíling. Við ætluðum að fara í smá labbitúr áðan en allt kom fyrir ekki, frekar löbbuðum við inní stofu og horfðum á sjónvarpið... iss, er það nú framtakssemi. Já endilega, komið með ábendingar um linka eða leiki eða hvað sem er skemmtilegt að gera eða skoða á internetinu, ég hendi því örugglega inn :) Ég er ekki eins og strákarnir á Tilverunni sem hreifa aldrei á sér rassg****, hafa bara alltaf sömu linkana dag eftir dag eftir dag... Þess vegna hef ég ákveðið að vera ekki með neinn link á Tilveruna... æi, þetta var víst linkur, hmmm, ekki ýta á hann!! Það er ekki gott! Farið frekar á Pissið eða jafnvel þetta hér. Þetta er skemmtilegt að skoða :) jamms, ég held ég verði að fara að leggja mig, framundan er stór dagur í skólanum (ef ég sef ekki yfir mig) frá klukkan 8:30 - 16:00 og þannig, og Guðrún mín, farðu nú að fara að unga þessari stelpu útúr þér :)
Verðum í bandi...

3.12.02

Jamm og Já, búinn að vera Hell of a day! Mikið að gera, ég og Kolla fórum í Bilka í dag sem er stórmarkaður í "Kringlu" okkar Koldingbúa til að vesenast aðeins, kaupa jólagjafir t.d. !!! Já, og svo eru bara 4 dagar í afmælið mitt (7.des) þá verður maður aðeins eldri. Ég er víst að verða 21 árs, og það verður ammiliskaffi og allt hér heima, ef þú villt koma þá er þér boðið :) Svo ætla krakkarnir í bekknum að græja partí um kvöldið fyrir mig og hana Ingu sem varð 21 á mánudaginn (2.des). Það verður vonandi voða gaman :) Við Kolla buðum Guðjóni í mat áðan og elduðum líka þetta dýrindis nautahakk, af nýslátruðu, með parmesanosti og spaghettíi, Baguette-mexicomix brauði og papriku í legi... hún er snilldarkokkur hún Kolla mín, það er nú alveg pottþétt mál !!! Svo er Hjalti frændi minn sem býr hér í Kolding að fara að flytja heim á klakann en er búinn að lofa okkur stofuborði sem við fáum vonandi eftir svona 20 mín. þannig að maður þarf að fara að taka til eftir matinn.
Verðum í bandi.

2.12.02

Jámm, núna er maður búinn að vera að dunda við að græja síðuna, og gera hana tilbúna fyrir Íslanskan markað.. hehe. Við fórum, skötuhjúin áðan og leigðum okkur spólu (IceAge) helvíti góð ræma. En rúmið kallar og það líður að þvi að maður fari að leggja sig. Já, eitt enn, Nágranni minn, og góður vinur ,Morten, kom til mín áðan og gerði mér góðan díl. Hann seldi mér 3 tölvuleiki á spottprís, snilldardíler ég múhahaha. Jæja, góða nótt, verðum í bandi.
Þarf maður ekki að prófa þetta bloggsistem, hef oft pælt í að láta verða af því, en... hmmm, lét loksins verða af því hehe... Höfum bara gaman að þessu, síðan verður vonandi skárri og skárri með hverjum deginum sem líður (vona ég)...